Fimmvörðuhálsinn sigraður!
Hjúkkan náði þeim merka áfanga um helgina að sigrast á Fimmvörðuhálsinum ásamt megabeibinu og nokkrum öðrum hjúkkum, læknum og fylgifiskum.  Ferðin var í alla staðið frábær enda skipurlögð af miklum snillingi!  Tímaáætlanir stóðust og fúlasti sjoppuafgreiðslumaður ársins fannst snemma morguns á Hvolsvelli.  Daman var ekki að hafa húmor fyrir því að afgreiða pylsur og malt kl. 09 á laugardagsmorgni.  Lagt var að stað frá Skógum og þrátt fyrir dómsdagsspá frá bitrum skálaverði varð hópurinn ekki fyrir neinu ónæði vegna veðursins.  Eins og megabeibið benti á héldu hún og hjúkkan lengi vel að þær væru í seinna holli hópsins og gerðu fastlega ráð fyrir um 20 manns fyrir framan sig.  Staðreyndin var önnur og kom í ljós upp í Baldvinskála þar sem 6 manns voru í góðum fíling að borða og reyndust þetta vera fremstu menn.  Nokkrir góðir sopar af öl voru teygaðir og eftir stutt stopp lá leiðin á ný um fjöll og firnindi.  Píurnar tóku á það ráð að telja brekkurnar sem eru eftir skálann og reyndust þær vera alls 8 - þar sem brekka 8 er nokkuð löng og frekar leiðinleg var oft notast við ljót orð til að koma sér yfir hana.  Vindurinn var í bakið og píurnar flugu sem lauf í vindi yfir hæsta hlutann.  Það reyndi töluvert á ónýt hné og mjaðmir á niðurleiðinni og var brekkan eftir Morinsheiðina sérstaklega sársaukafull enda var stoppaði í koníakstár eftir hana.  Gellurnar náðu góðum tímum 6 klst og 15 mín hjá beibinu og 6 klst og 20 mín hjá Hjúkkunni.  Þar sem rúmur 2 og hálfur tími var í síðasta hóp var ekki um annað að ræða en að klára koníakið og slaka vel á í Básum.  Rútan kom svo og ferjaði liðið yfir í Húsadal og þar tók við yndisleg móttökunefnd með kakó, skotum og blöðrum.  Kvöldið rann saman í eytt með góðu grilli, súkkulaðiköku, rauðvíni og gítarsöng.  Það sem stendur vel uppúr er þjóðsöngur vinnustaðarins - ofursmellurinn Hátún 10b sem var sunginn nokkrum sinnum.
Sunnudagurinn fór í svefn og almenn leiðindi á Kaplakrikavellinum þar sem hjúkkan sá sína menn í vondum málum.  Þetta var held ég síðasta ferðin á völlinn þetta sumarið!!!  Þið sem haldið með FH verði ekkert að skilja eftir komment hér á síðunni :)
10/08/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli