01/08/2005

Verslunarmannahelgin!
Hjúkkan tók því rólega þessa verlsunarmannahelgina þar sem hún var að vinna alla dagana. Sumarfríinu lauk sem sagt á föstudaginn og lá leiðin auðvitað beint á slysadeildina. Hjúkkan var reyndar búin að skipta út helginni og endaði að lokum á aukavöktum enda vill Skatti frændi fá fullt af pening frá henni. Hjúkkan var svo sem enn að jafna sig eftir Roadtrip 2005 og er á leiðinni í Þórsmörk um næstu helgi og því var svo sem ágætt að hafa sig hægan eina helgi. Eitt af afrekum helginnar var að ná að horfa á alla dagsskrá á RÚV á laugardagskvöldið - jú allar 3 myndirnar sem voru bara alveg ágætar. Video var líka reyndin á föstudagskvöldið en sunnudagskvöldið fór í hugguleg heit í garðinum í Kúrlandinu. Nokkrir golfboltar voru líka sleggnir en engin tennis æfing. Nú er málið að koma sér í gönguform fyrir Fimmvörðuhálsinn sem farinn verður næsta laugardag í fylgd samstarfsfólks. Þar sem hjúkkan er reyndar með eindæmum óheppin týpa er aldrei að vita nema hún komist í bæinn með þyrlunni en vonum samt ekki.

Engin ummæli: