30/08/2005

Vaknaði ekki ein!
Hjúkkan var heldur betur ekki ein í rúminu sínu þegar hún vaknaði í morgun. Eftir góðan nætursvefn og nokkuð hressilega drauma byrjaði hjúkkan að rumska í morgunsárið (þ.e. kl 10:30 ) og ætlaði nú að snúa sér á hina hliðina og kúr aðeins lengur. Hún opnaði augun til hálfs og sá þá rúmfélaga sinn. Hjúkkan rak upp smávægilegt og mjög pent öskur þegar hún áttaði sig á því að þessi líka fína könguló stóð á koddanum hennar og var að taka púlsinn á stemingnunni!!!! Ef það eru einhver dýr sem hjúkkan kýs að vakna ekki með á koddanum sínum þá eru það einmitt köngulær. Við þetta spratt hjúkkan á fætur og henti sér í föt enda engin leið til þess að kúra áfram með köngulónni. Í staðinn dreif hún sig upp í eldhús og fékk sér vænan morgunverð og las blöðin í þeirri von um að hrollurinn sem var í skrokknum myndi nú hverfa. Það er sem sagt á réttri leið og hjúkkunni líður töluvert betur. Nú er það almennt haugerí þar til kvöldvaktin hefst og það verður alla vega ekkert kúrt í þessu rúmi fyrr en næstu nótt.

Engin ummæli: