27/08/2005

Lítið nýtt!
Það er lítið nýtt að gerast í lífi hjúkkunnar eins og fyrri daginn. Hún vinnur nótt sem dag og þess á milli sefur hún, spilar golf eða fer á létta tennisæfingu. Hjúkkan á enga vini lengur þar sem hún er alltaf í vinnunni og nær ekki að hitta neinn og er þar af leiðandi búin að hengja sig á axlir samstarfsfólksins. Það góða við vinnufélaga er að þeir geta ekki komist undan því að eyða með manni tíma - því jú allir eru í vinnunni og geta ekki sagst vera uppteknir við eitthvað annað. En þetta ástand fer nú vonandi að breytast eitthvað og það hlýtur að fara að rofa til í félagslífi hjúkkunnar.

Engin ummæli: