17/08/2005

Einstaklega óspennandi!
Líf hjúkkunnar er alveg einstaklega óspennandi þessa dagana og lýsir hún hér með eftir einstaklingi/um til þess að reyna að gera líf hjúkkunnar meira spennandi. Sem fyrr er hjúkkan flutt í vinnuna og veit varla lengur hvað það er að eiga frídag... en hvað getur hún kvartað - ný komin úr sumarfríi. Eitt sem hjúkkan gerir þegar líf hennar er svona óspennandi þá fer hún að hugsa um einkennilega hluti. Ein af þessum hugsunum skaut upp kollinum á einhverri kvöldvaktinni um daginn og vakti nokkra undrun meðal samstarfsfólks hjúkkunnar og áhyggjur af geðheilsu hennar. Þessi svona líka skemmtilega pæling er nefnilega hvaða skordýr er tilgangslausast? Hjúkkunni komu tvær tegundir í hug. Annars vegar sníglar - hvað er málið með það að vera 2 ár að komast yfir eitt herbergi og þurfa jafnvel að eignast barn með sjálfum sér á leiðinni?? Hin tegundin eru hrossaflugur. Hrossaflugur hafa engan tilgang, nema það teljist sem tilgangur að hanga kyrr á vegg svo klukkustundum skiptir. Þær eru líka svo mjóar og renglulegar að þær eru örugglega alltaf með samfall á lunga ( hehe önnur hjúkka kom reyndar með þetta komment ) og ef það er smá gola þá er vonlaust fyrir hrossafluguna að komast leiðar sinnar þar sem hún fíkur bara út í veður og vind. Já eins og þið sjáið þá er hjúkkan sífellt að reyna að skemmta sjálfri sér og koma sér í gegnum þessa óspennandi tíma. Finnst ykkur hún nokkuð svakalega sorgleg týpa ????

Engin ummæli: