Það er erfitt að vera ég!
Í dag er 5. dagurinn í sumarfríinu hjá hjúkkunni. Þetta er líka fimmti dagurinn í röð þar sem það er rigning og nú hefur rokið bæst við í hópinn. Þegar veðrið hefur tekið svona sterka afstöðu gegn manni er gott að setjast niður í sófann og horfa á boltann. Jú jú KR mínir menn eru í lægð eins og veðrið en þeir töpuðu sem sagt eina ferðina enn í gær - nú á móti ÍA sem hefur ekki gerst held ég frá því hjúkkan og Höski fóru upp á Skaga á leik fyrir mörgum árum síðan. Hjúkkan prísar sig sæla með það að vera í fríi því annars væri verið á bauna á hana daginn út og inn - því svo virðist sem enginn vilji halda með KR lengur og allir verða voðalega glaðir þegar liðið manns er með ræpuna upp á bak. Mér er ekki skemmt þessa dagana!
En það hlýtur að stytta upp og við verðum þá bara VISA bikarmeistarar, en hvað sem gerist ég hjúkkan farin í útlegu með öðrum rugludöllum af slysadeildinni. Góðar stundir og áfram KR!
08/07/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli