Ofvirkni í sumarfríi!
Hjúkkan er búin að komast að því að hún þjáist af ofvirkni í sumarfríinu sínu. Jú loksins þegar sólin kom fram er hjúkkan eins og belja sem er að komast úr fjósinu eftir langan vetur. Hún skoppar um og gleðst yfir sólinni, gleymir að setja á sig sólarvörn og er flottust!!! Í gær var einn af hennar betri ofvirkni dögum þar sem hann hófst í golfi. Eitthvað létu meistarataktarnir sig vanta og var hjúkkunni skapi næst að fara með nýja og flotta settið og henda því í sérhæfða aðsoðarmanninn en hún er nú svo ljúf í skapinu að þetta skyndibrjálæði rann fljótlega af henni. Að lokum var þetta nú farið að ganga ágætlega en einhver besser wisser var með yfirlýsingar við hjúkkuna um að maður yrði ekki bestur í golfi á 3 vikum - jejeje.
Eftir strangar æfingar lá leiðin í Brekkuselið þar sem litli snúllinn var sóttur og leiðin lá í sund. Þar sem hjúkkan er líka uppáhaldsfrænka fékk hún blíðar og útslefaðar móttökur við komuna í Brekkuselið og skemmst er frá því að segja að hvíti bolurinn er núna með smá íprentaðri súkkulaði batik!! Í sundinu var snúllinn eins og lítill prins - sýndi öllum í kringum sig hvað hann var duglegur að hoppa og brosti eins og enginn og hjúkkan var auðvitað að kafna úr stolti yfir barninu. Að sundi loknu var snúllanum skilað til mömmu sinnar og þar borðaður kvöldmatur áður en tennisæfingin tók við. Þar fékk hjúkkan loksins að láta stjörnu sína njóta sín með fallegum topspin boltu og hvað eina... Þegar tennisinum lauk lá leiðin til annarrar hjúkku í afslöppun og smá spjall áður en hjúkkan lagði loks í hann heim. Jább þreytt en þokkafull komst hjúkkan loks í bólin alveg dauðuppgefin eftir yndislegan dag. Og viti menn - andstætt líkamsástandi Sonarins var ekki vottur af harðsperrum í líkamanum í morgun.
21/07/2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli