19/07/2005

Snilldar dagur!
Ofurhjúkkan er að farast úr hamingju yfir þessu líka fína sumarveðri sem ákvað að láta sjá sig þrátt fyrir sumarfríið. Hún skellti sér snemma á fætur í gær (sem sagt fyrir hádegi) og hjálpaði foreldrum sínum að losa sig við alls konar drasl úr geymslunni. Þaðan lá leið hjúkkunnar í golfverslun þar sem hún fékk dygga aðstoð við að velja sér golfsett. Það var hátt á hjúkkunni risið þannig að hún keypti settið, kerru og hanska (í stíl við litinn á pokanum hehehe) og nokkra aðra smáhluti til að verða lang best í golfinu. Eftir góða stund dreif hjúkkan sig heim og hitti Ingu Swing drottningu á Oliver í smá hvítvín og spjall. Ákveðið var að skella sér í bíó um kvöldið og varð snilldarmyndin Madagaskar fyrir valinu. Því lík og önnur eins snilld og þríeykið (Nonni kom líka með) hló eins og vitleysingar. Stundum var nú eins og annað fólk í salnum fattaði ekki brandarana og tilvísanir í aðrar myndir en það skemmdi ekki fyrir þríeykinu sem hló bara hærra og meira. Að lokum lá leiðin í enn meira spjall og almenna gleði.
Í dag er sól og mikið prógram framundan - Golf - Sund og jafnvel smá tennis í kvöld. Ofurhjúkkunni finnst ekki leiðinlegt að vera í sumarfríi þessa dagana.

Engin ummæli: