16/07/2005

Ofurgönguhjúkka og massa golfari!
Ofurhjúkkan er að finna nýjar víddir í íþróttarhæfileikum þessa dagana. Hún ákvað í sumarfríinu að skella sér á golf námskeið og virðist vera efnilegasti nýliði Íslandssögunnar í golfi. Stefnir hratt og örugglega á British Open á næsta ári - líka fínt því það er skömmu eftir að Wimbeldonmótinu í tennis líkur þannig að hún slær fullt af flugum í fáum höggum.
Annars skrapp hjúkkan upp Esjuna í gær ásamt tvíburahjúkkunni sinni og voru þær eins og vindurinn á leiðinni upp. Tóku fjallið á einum og hálfum tíma og skelltu sér svo í dásamlegt matarboð í Sandgerði til hýru mannanna í lífi þeirra. Maturinn var eing og á 5 stjörnu veitingarstað og móttökurnar eftir því frábærar.
Í kvöld er svo stefnan tekin á smá skrall með fleiri hjúkkum og gert er ráð fyrir höfuðverk á morgun.

Engin ummæli: