09/09/2005

Laus við endajaxlinn!
Hjúkkan lifði með naumindum af þessa aftöku endajaxlsins. Eins og hana grunaði lét jaxlinn ekki undan og þurfti að beita hinum ýmsustu græjum til að ná honum úr. Tannlæknirinn byrjaði voða ferskur "þetta verður ekkert mál - þurfum örugglega ekkert að skera"... Um hálftíma síðar var tannlæknirinn ekki eins ferskur og sagðist nú þurfa að skera aðeins í kringum jaxlinn. Enn leið og beið jaxlinn vildi ekki haggast. Tannlæknirinn gerði sitt besta til að hjúkkan héldi ró sinni um leið og hann sagðist þurfa "aðeins að fræsa úr beininu"!!! Hjúkkan var nú orðin svolítið skelfd og óskaði þess heitast að vera einhvers staðar annars staðar. Beinið var fræsað og eftir mikil átök þar sem jaxlinn var að lokum klofinn í tvennt náðist hann úr - tæðum tveimur tímum eftir að átökin hófust. Hjúkkan og tannlæknirinn höfðu í sameiningu sigrað endajaxlinn!!! Við tók mikil verkjalyfja notkun og almennt haugerí sem entist allan daginn. Hjúkkan fékk heimahjúkrun frá góðu fólki og kann hún því bestu þakkir fyrir. Næstu dagar fara í að ná saman á sér andlitinu og losna við áverkamerkin.

Engin ummæli: