16/01/2011

Nýtt ár ... spurning um að reyna eina ferðina enn að halda uppi einhverju skemmtilegu hér :)
Hjúkkan er aldeilis ánægð með nýja árið og allt nýja útivistadótið sem hún hefur sankað að sér á síðustu mánuðum. Nú hendir nú sér niður ísilagðar brekkur og bremsar sig af með exinni af miklum móð. Þrátt fyrir miklar æfingar nú um helgina virðist þó nokkuð vera í land að búið sé að mastera tæknina ef maður fer með höfuðið á undan. Það virðist sem svo að hjúkkan verði að horfast í augu við að vera næstum orðin lúðápúði sem er víst núheitið á Gingangúllí :) en án flíspeysunnar.
Nýja árið verður sem sagt "osom" með fjöllum, klifri, námsbókum og má svo nokkuð gleyma blessuðu vinnunni :) Þar hafa nú samt margar skemmtilegar hugmyndir komið upp ( höfum það í huga að við erum alveg 3 á skrifstofunni). Það hafa verið vangaveltur um að hafa "leynivinaviku" og svo er auðvitað klassískt að skipa í skemmtinefnd.... jebb lúðapúðinn er alveg að slá í gegn :) Ætla að finna aftur skrifgleðina og tjá mig meira á árinu.

Engin ummæli: