Working hard for the money!
Já hjúkkan er í mestu makindum að vinna þessa dagana eins og vanalega. Hún hefur aðallega dvalið á slysadeildinni, milli þess sem hún fer heim að sofa. Sem betur fer er helgin framundan og þegar búið að bóka hjúkkuna í kaldan á föstudaginn ásamt tangodrottningunni og kannski fleirum. Annars er lítið að frétta úr Dofranum, ekki er enn búið að fjárfesta í borvél enda eru skiptar skoðanir manna um borunarhæfni hjúkkunnar og það hvort hún ætti yfir höfuð að eiga svona tæki. Hver veit nema hinn óþekki eigi borvél og kunni að nota hana??
Árshátíðin er eftir 10 daga og kominn tími á alls konar hárlitanir, klippingar og háreyðingar með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Karlmenn eru ótrúlega heppnir hvað þetta varða - þeir þurfa einungis að muna eftir því að fara í sturtu, raka sig í andlitinu og smella á sig smá rakspýra. Á meðan þurfa konurnar að fara í plokkun og litun, klippingu og strýpur, vax eða tætingu að ógleymdum vatnslosandi matarkúr til að líta vel út í kjólnum!!! Hvers vegna erum við að þessu öllu síðan - það man enginn í hvaða kjól þú varst milli ára, hvernig klippingin var eða þá heldur förðunin!!!! En hvað gerir maður ekki til þess að trúa því að maður líti vel út. Búið er að ákveða kjólinn og allt er á réttri leið.
01/03/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli