28/03/2006

Viðburðarík helgi!
Helgi sem leið var ansi viðburðarík hjá hjúkkunni. Hún sló persónulegt met í því að redda og ganga frá hlutum á föstudaginn áður en hún brunaði af stað í Munaðarnes þar sem æfingabúðir Kórs Langholtskirkju fóru fram. Þar var æft á föstudagkvöld og svo lá leiðin nokkuð beint í pottinn þar sem var legið, hlegið, drukkið og talaði langt fram eftir morgni. Önnur æfingatörn var á laugardaginn þar sem æfingar byrjuðu kl. 10 og stóðu til kl. 17 með nokkrum hléum. Þá var það kraftblundur og svo að gera sig sæta fyrir árshátíðina. Á árshátíðinni var hjúkkan grýtt fyrir 10 ára starfsafmæli í kórnum og vantar nú bara arinhylluna fyrir verðlaunagripinn. Árshátíðin var nokkuð góð og lá leið hjúkkunnar oftar en ekki á dansgólfið þar sem sveiflan sló í gegn. Bústaðarhópurinn fór svo aftur í pottinn og lá enn lengur, hló enn meira og drakk enn meira en nóttina áður. Sofið var fram á hádegi á sunnudeginum og brunað í bæinn eftir þrif og pylsu í Baulu. Á heimleiðinni var hjúkkan búin að sjá fyrir sér feitan sófa, með enska boltanum og mörgæsateppinu sínu en sú varð ekki reyndin. Þegar heim var komið tók á móti hjúkkunni blessaði fnykurinn af ísskápsdruslunni og hafði nú fnykurinn aukist yfir helgina. Sér til lítillar gleði sá hjúkkan að helvítið hafði lekið og þar með skrifað undir eigin aftökuskipan! Hjúkkan hringdi hið snarasta á flutningabíl og lét henda helvítinu beint á haugana. Við tóku þrif dauðans og Ajax marinering á íbúðinni sem stóð yfir í nokkra klukkutíma.
Í gær fór hjúkkan vígreif í búð og keypti sér svo nýja ísskáp sem er svo fallegur og hljólátur og það er engin lykt af honum!! Hjúkkan er hin kátasta af þeim sökum og strýkur fallega ísskápunum í hvert sinn sem hún gengur fram hjá honum.

Engin ummæli: