06/03/2006

Hið ljúfa líf!
Á fimmtudaginn hugsaði hjúkkan glöð í hjarta sér til helgarinnar - hún ætlaði sko að hafa það gott í helgarfríinu sem byrjaði kl. 16 á föstudaginn. En eins og svo oft áður fór helgarfríið í aukavaktir á laugardag og sunnudag þannig að lítið varð úr hvíldinni og afslöppuninni. Hjúkkan skrapp nú aðeins með stelpunum á föstudagskvöldið og úr varð hins besta skemmtun. Það má eiginlega flokka þetta sem laaannngt trúnó þar sem tangodrottningin og súperkvendið fóru á kostum í mannlegri uppbyggingu. Nú er nokkuð þétt vika framundan með fundum, vöktum, kóræfingum, saumaklúbb og loks árshátíð á föstudag og einhvers staðar þarf hjúkkan að reyna að komast í plokkun og litun. Markimiðin voru mjög háleit í síðustu viku varðandi fegrunaraðgerðir en þar sem tíminn er nokkuð naumur hjá hjúkkunni er málið að forgangsraða - meira að segja í fegrunaraðgerðunum.
Svo virðist sem alls konar erlendar bankastofnanir haldi að hjúkkan eigi svaðalega mikinn pening enda er barist um viðskiptin við hana. Um daginn hringdi "svissneskur banki" í hana og bauð henni þvílík tilboð ef hún bara gæfi þeim reikningsnúmerið sitt og á föstudaginn hringdi "banki í Costa Rica" í hana með álíka gylliboð. En þar sem hjúkkan er bara sátt við sinn banka sagði hún þessu annars ágæta fólki að hún hefði engan áhuga á að eiga viðskipti við þá. Reyndar sagðist Costa Rica bankinn hafa fundið símanúmer hjúkkunnar á "the yellow pages" - veit ekki alveg undir hvaða flokki það hefur verið. Kannski er kominn nýr flokkur á gulusíðurnar sem gæti heitið - ErtufíflégvaraðborgaföstugreiðslunahjáLÍN - því hjúkkan er auðvitað mjög sannfærð um staðfestu og traust þessarra erlendu bankastofnanna!

Engin ummæli: