23/03/2006

AAARRRRGGGHHHH! Upptök lyktarinnar fundin!!!!!!!!!
Hjúkkan þefaði eins og vindurinn í gærkvöldi með það að markmiði að finna orsök lyktarinnar skelfilegu. Eftir nokkra góða andardrætti var hjúkkan komin á slóðina og þar sem hún stóð fyrir framan ísskápinn rann upp fyrir henni hvaða lyktin kæmi. Í örvæntingu opnaði hjúkkan frystihólfið sem er undir kæliskápnum og viti menn - upp gaus hinn versti angan sem hjúkkan hefur fundið! Það varð ljóst að frystirinn hætti starfsemi sinni fyrir nokkrum dögum og nú voru fiskurinn, kjötið, kjúklingurinn og grænmetið allt farið að ræða saman. Við tóku mikil þrif og Ajax ilmurinn náði að stíga yfir súrlyktina!!! Hjúkkan er nokkuð súr eftir þetta allt saman og finnst bara ekkert sanngjarnt við þetta allt saman. Sniðugi Hafnfirðingurinn sýndi lítinn stuðning og hló bara að vandræðum hjúkkunnar, hann fékk ekki vinsældarstig fyrir það! Nú er að ráð að beita þeim húsráðum sem samstarfsfólk hjúkkunnar hefur góðfúslega veitt henni í dag og vonandi hverfur lyktin. Eitt er víst að örlög ísskápsins eru ráðin!!!

Engin ummæli: