12/03/2006

Fyrstu tennismeiðslin!
Eftir tæplega tveggja ára æfingar í tennis sem fram að þessu hafa verið nokkuð óhappalausar kom að því að hjúkkan varð fyrir smávægilegum meiðslum við tennisiðkun sína. Hún mætti auðvitað galvösk á æfingu í dag - þrátt fyrir að æfingin væri á sama tíma og Man Utd vs. Newcastle (talandi um að fórna sér fyrir íþróttirnar)!! Allt gekk svona líka prýðilega þar til í einni æfingunni sem gekk út á að verja netið - þ.e. spila uppi við netið og taka alla bolta niður sem koma. Viti menn allt í einu birtist þetta líka ofur skot frá tennispartnernum og lenti það af þvílíkum krafti í hægri brjósti hjúkkunnar!! Auðvitað gat hjúkkan ekki bara snúið sig á ökkla eða lenti í einhverjum nokkuð venjulegum meiðslum - nei hægra brjóstið fékk að kenna á því og prísaði hjúkkan sig sæla að vera ekki með fyllingar - því þær hefðu pottþétt sprungið við höggið. Meiðslin voru nú ekki það alvarleg að hún hélt áfram leik eftir stutt stopp og smá kælingu. Henni var nú samt hugsað til þess hversu glöð hún var að ekki þurfti að kalla til sjúkrabíl - því jú þetta voru nú þess lags meiðsl að þau voru ekki allra að hlúa að!!

Engin ummæli: