22/03/2006

Eitthvað að rotna?
Hjúkkan reis úr rekkju á mánudaginn og þaut eins og vindurinn á hvern fund á fætur öðrum. Hún var að heiman mest allan daginn og það sama var uppi á teningnum á þriðjudaginn. Hún skreið heim - örþreytt en sæl eftir vaktina á þriðjudaginn og á móti henni tók nett súr lykt úr íbúðinni. Þetta þótti hjúkkunni einkennilegt þar sem hún hafði eitt morgninum í það að þrífa íbúðina og hugsaði með sér að þetta hlyti að vera tilfallandi. Dagurinn í dag var svo sem svipaður síðustu dögum, hjúkkan var farin að heima fyrir klukkan 10 árdegis og kom heim rétt um klukkan ellefu að kveldi. Mætti henni þá aftur og í enn meira magni þessi súri djöfull sem hjúkkan fær engan botn í. Nema hvað að nú var súri djöfullinn enn meiri en kvöldið áður!!! Hún gengur því um íbúðina sína lyktandi eins og fífl og leitandi að hverju sem mögulega gæti verið að valda þessari lykt. Ferlega sniðugur Hafnfirðingur hélt ýmsu fram sem varð til þess að hjúkkan varð nokkuð smeik við það að kíkja undir sófana, en fann loks kjarkinn og fann ekkert þar. Nú er það bara spurning um að lykta aðeins meira og sjá hvað setur.

Engin ummæli: