17/03/2006

Heima lasin!!
Það kom að því að hjúkkan lagðist í leiðindar pest og er hún því heima þessa dagana með þvílíka bassarödd og tilheyrandi hósta og uppgang. Hún hefur því sofið nokkuð mikið enda úthaldið lítið en á milli blunda hefur hún meðal annars dundað sér við það að lesa skýrslu um álit nefndar heilbrigðis- og tryggimálaráðherra um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónustunnar. Þessi skýrsla er nú nokkuð áhugaverð en telst þó sennilega seint til almennrar skemmtunar alla vega í hópi vina hjúkkunnar. Það næsta sem hún gerði eftir að hafa fengið sendar myndir af árshátíðinni um daginn, var að hala niður Picasa2 myndvinnsluforriti í tölvuna sína. Þetta forrit er algjör snilld - meira að segja skemmtilegra en Itunes!!
Helgin sem átti sem sagt að fara í vinnu endar í sófanum, með hósta og nefrennsli dauðans. Það kemur kannski fæstum á óvart að hjúkkan væri nú reyndar meira en lítið til í að vera bara í vinnunni en heima í svona ástandi, en svona er nú lífið og það verður hafa sinn gang.
Hjúkkan vill að lokum óska nýju foreldrunum Þóru og Magga innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem sá loksins ástæðu til þess að koma sér í heiminn.

Engin ummæli: