30/05/2006

Valtað yfir hjúkkuna!
Svo virðist sem alþjóðlegi "völtum - yfir - hjúkkuna" dagur hafi verið haldinn hátíðlegur í gær. Hvert sem hjúkkan fór eða hvað sem hjúkkan gerðist, virtist alltaf einhver vera með í þessum hátíðarhöldum. Ef það hefði ekki verið fyrir nokkur stuðningssímtöl frá vini hefði dagurinn endanlega farið í súginn. Það er alveg magnað hvað sumir dagar geta verið ömurlegir og þá er bara eins gott að reyna að muna að það kemur nýr dagur eftir þennan dag - og litlar líkur á því að hann verði eins ömurlegur. Jú sú varð reyndin að hálfuleyti alla vega með daginn í dag. Aðeins betri en gærdagurinn en samt nokkrir hlutir sem komu hjúkkunni einstaklega á óvart. Ef maður mætir þreyttur og ekki uppstrílaður í vinnuna finnst fólkið það hafa ótakmarkað leyfi til þess að tjá sig við mann um ástandið. Hjúkkan mætti til vinnu kl. 10 og um klukkan 10.30 voru sennilega flestir á vaktinni búnir að spyrja hjúkkuna hvort hún væri lasin, því jú hún liti svo illa út!!! Af því að það líta alltaf allir vel út????? Já þetta finnst hjúkkunni stórmerkileg hegðun hjá fólki og illskiljanleg að mati hennar.

Engin ummæli: