01/06/2006

Sumar á Íslandi!
Það er sannarlega komið sumar á Íslandi. Dúnúlpan er enn í fullri notkun, trefillinn líka og teppin tvö á sófanum eru bestu vinir hjúkkunnar. Í gær stóð á hitamæli sem hjúkkan keyrði framhjá að úti væri 12° hiti - sem hjúkkan á erfitt með að trúa. Það var napurt, rakt, rok og kalt og engan vegin 12 stiga hiti. Ýmsar samsæriskenningar komu í huga hjúkkunnar og þar á meðal samsærikenning um að það sé fólk í leynivinnu við það að breyta hitamælum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virkar sem sálfræðilegur hernaður á einstaklinga sem keyra framhjá mælinum og sjá þar stóra og flotta tölu - og hugsar með sér AH loksins komið sumar og bara hlýtt úti. Þessu sama fólki bregður í brún þegar það stígur út úr bílnum og mætir köldum og rökum vindinum. Já sumarið á Íslandi er einstakt!

Engin ummæli: