Komin heim í Dofrann!
Hjúkkan er komin nokkuð heil heim eftir yndislegt frí hjá prinsunum og prinsessunni á Herrhagsveg í Uppsala. Fríið var alveg dásamlegt og telst nokkuð árangursríkt. Hjúkkan verslaði eins og vindurinn (samt bara væg gola), drakk nokkra kalda, horfði á HM í fótbolta, lék við litlu prinsana, frétti af 3CPO og naut lífsins í botn. Hjúkkan tók smá hliðarspor á föstudaginn og skrapp yfir til Köben á einn fund. Eins og vön atvinnumanneskja droppaði hjúkkan við á Strikinu og náði að hitta Hennes og Mauritz vini sína. Það tók heilmikið við eftir heimkomu til Íslands. Fyrst lá leiðin í úrskriftar og skírnarveislu á Suðurgötuna og eftir það var trallað örlítið með dreifbýlingunum úr Hafnarfirði. Þetta varð hin besta skemmtun og hitti hjúkkan fullt af skemmtilegu fólki. Í dag var almenn afslöppun og nokkrar heimsóknir farnar til vina og vandamanna. Vinnan byrjar aftur á morgun með tilheyrandi fundarhöldum og félagsmálafíkn en svona er bara stelpan, getur lítið að því gert.
25/06/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli