Í sól og sumaryl!
Hjúkkan er alveg að meika lífi hér í Svíþjóð enda er 30°stiga hiti og blíða. Eftir að hafa hlaupið eins og hundur síðustu vikurnar heima á klakanum í rigningu og roki er ekkert nema yndislegt að komast í frí og afslöppun. Það gekk á ýmsu í lífi hjúkkunnar síðustu dagana fyrir brottför í fríi og reyndi hún að blogga um það en bloggerinn vildi aldrei pósta færslurnar - honum hefur örugglega leiðst þær svo mikið! En í stuttu máli þá hélt hjúkkan uppteknum hætti á að slasa sjálfa sig án hjálpar annarra, gekk á sjúkrabíl og á akutbekk í vinnunni og hlaut stóra marbletti, lét Þormóð skipta um peru í bílnum sínum og blótaði niðurfallinu undir vaskaskápnum á baðinu. Niðurfallið er í einhverjum ham og virðist misskilja það að vatn á að fara niður en ekki koma upp út því. Hjúkkan er búin að leita sér ráðgjafar um málið og reyna sjálf að gera þetta voðalega einfalda verk sem lausnin átti að felast í og ekkert gekk. Því hefur hún lýst andúð sinni á niðurfallinu og ætlar að fela öðrum að leysa þetta vandamál!
Hjúkkan sá hluta af landsleiknum í handbolta í gær og var nú alveg rétt svo að meika það enda stóð tæpt um tíma. En þegar þjóðsöngurinn var spilaður og maður sá stemninguna í höllinni var gæsahúðin alls ráðandi hjá hjúkkunni. Svíarnir gera lítið úr þessu í blöðunum í dag og vilja lítið tjá sig um málið enda algjör skandall að Svíar komist ekki áfram í úrslitakeppnina. Geri ráð fyrir mikilli stemningu þegar Svíþjóð - England leikurinn verður á þriðjudaginn og ætlar hjúkkan að bjóða upp á Fríðu-borgara fyrir heimilisfólkið! Áfram Svíþjóð!!!
Núna er tími á að halda áfram í sólbaðinu og gerir hjúkkan ráð fyrir nokkurri aukningu í freknur eftir þessa ferð. Ætli hún komi ekki bara heim ljóshærð, kaffibrún með þykkt og hrokkið hár!
Knúsin og kossarnir fara til Bryndísar og Jörgens sem létu pússa sig saman á þjóðhátíðardaginn en hjúkkan stakk þau af og vonar að dagurinn hafi verið yndislegur!
18/06/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli