04/06/2006

Sýn eða ekki sýn?
Hjúkkan er búin að vera að velta því fyrir sér hvort hún eigi nú að fjárfesta í sýn fyrir HM í fótbolta. Auðvitað myndi hún halda áfram með sýn í vetur enda gæti þá hjúkkan legið yfir meistaradeildinni og golfinu þegar stemningin er þannig. En svo fór hún nú að hugsa aðeins meira og velta þessu fyrir sér og ýmsar spurningar vöknuðu hjá henni. Svo vill til að Sonurinn er auðvitað með sýn og alltaf opið boð fyrir hjúkkuna að haugast þangað í áhorf á HM og sömu sögu er að segja um Höskmanninn. En auðvitað vill maður líka stundum geta bara skriðið fram í sófa og legið heima hjá sér í joggingallanum yfir leikjum. Þar að auki velti einn vinur hjúkkunnar upp því "vandamáli" sem gæti komið upp. Pælingin var sú að fari nú hjúkkan að slá sér upp með einhverjum fýr, gæti þeim manni fundist þetta svolítið ógnvekjandi að hjúkkan væri bæði með enska boltann og sýn! Í augnarblikinu er hjúkkan enn að hugsa málið og ætlar að sjá til hvað verður.
Að öðru leyti hefur hvítasunnuhelgin verið róleg og fín hjá gellunni. Ótakmarkaður tími hefur farið í afslöppun og góðan mat og í kvöld er svo hittingur með Hafnfirðingunum enda hjúkkan komin vel á veg með að verða ein af þeim aðfluttu sem aldrei fara úr Firðinum. Hvað er annað hægt að segja en það er gott að vera í Hafnarfirði!

Engin ummæli: