29/06/2006

Gleðilegt nýtt ár!
Já það er von að lesendur reku upp stór augu þegar þeir sjá þessa fyrirsögn en eftir nokkuð djúpar pælingar hefur hjúkkan komist að því að nú er að renna upp seinni hlutinn á árinu 2006. Í upphafi árs ákvað hjúkkan að þetta ár yrði nú svo aldeilis betra en hið síðasta. Árið byrjaði ekki vel og hélt áfram að berja á hjúkkunni. Svona leið vorið og byrjunin á sumrinu og loks ákvað hjúkkan að "nýtt" ár myndi byrja í kringum mánaðarmótin júní-júlí. Viti menn, strax er þetta nýja ár orðið mjög gott hjá hjúkkunni. Hún er búin að fara í smá frí og er að fara að gera þó nokkuð dramatískar breytingar á starfsumhverfi sínu með haustinu. Svo er bara að sjá hvort það banki ekki einhver upp á sem bíður hjúkkunni bjarta framtíð!
Hjúkkan er annars búin að hafa nóg að gera eftir að hún kom heim úr fríinu til Svíþjóðar. Hún byrjaði að vinna á mánudaginn og strax á þriðjudag varð vinnudagurinn mun lengri en hún átti nú von á þegar hún var vakin með símtali eldsnemma morguns. Rétt um hádegisbilið var hjúkkunni farið að dreyma um golfhringinn sem átti að taka með stæl að lokinni vaktinni og afslöpunnina sem framundan var. Nei svo breyttist allt snögglega og áður en hjúkkan vissi af var hún á leiðinni til Egilsstaða með flugvél til að flytja sjúklinga í bæinn eftir mengunarslysið. Já hlutirnir gerast hratt í vinnunni og maður veit aldrei. Vaktinni lauk um kl. 21 í stað 16 og aurþreytt hjúkkan lagðist upp í sófann þar sem hún rankaði við sér um kl. 4 að nóttu, enn í öllum fötunum, með kveikt á sjónvarpinu og verulega mygluð!!!
Golfið var tekið í gær í staðinn og stóð hjúkkan sig ágætlega miðað við aldur og fyrri störf. Í dag var svo aftur vinna og frí á morgun!!! Helgin fer í vinnu og aftur vinnu þannig að hjúkkan er lítið að fara að spóka sig á meðal fólks!

Engin ummæli: