02/06/2006

Tímamót og auglýsingar!
Fyrir 3 árum síðan urðu mikil tímamót í lífi hjúkkunnar og þegar þessi dagur kemur upp fer hún yfirleitt að hugsa um gang síðastliðinna ára. Það hefur nú gengið á ýmsu og úr miklu að moða enda ætlar hjúkkan nú að fara að taka svolítið til hjá sjálfri sér. Það er svo magnað hvað maður getur gefið öðrum ráð án þess að fara eftir þeim sjálfur, því jú það eru alltaf allir hinir sem eru að kljást við eitthvað en ekki maður sjálfur!! Nú er sem sagt kominn tími á hreingerningu og er hjúkkan ágætlega stemmd í það verk sem framundan er.
Það er þó eitt sem hjúkkan skilur ekki þessa dagana og það er þessi fáránlega auglýsing frá Orkuveitu Reykjavíkur. Hvað er málið með þetta lag, textann og þennan mann sem er syngjandi hamingjusamur yfir allir orkunni sem orkuveitan færir inn á heimili hans? Þessi auglýsing hefur nú örugglega kostað sitt og veltir maður því fyrir sér tilgangi auglýsingarinnar. Er orkuveitan í einhverri brjálaðri samkeppni eða er bara einhver markaðsmálafulltrúi að missa sig í hamingjunni yfir því að vera með vinnu hjá orkuveitunni??

Engin ummæli: