07/06/2006

Fann dömuna í sjálfri sér!
Hjúkkan varð fyrir dömumómenti í dag í Kringlunni. Þar sem hjúkkan er nú kannski þekktari fyrir óslípaða framkomu og almennan klaufaskap varð hún mjög glöð þegar þetta dömumóment bar á góma. Eftir að hafa tekist að hella kaffi yfir sjálfa sig fyrir nokkru, þar sem hún var að demonstrera ákveðið tennismúv án þess að veita því athygli að enn var kaffi í bollanum, var hjúkkan nú farin að leita ansi djúpt eftir dömunni í sér. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun að fá sér sýn fyrir sumarið og næsta vetur lá leið hjúkkunnar í mikilli rigningu upp í Kringlu í OgVodafone. Henni til mikillar gleði og undrunar er Friis & Company búin að opna verslun í Kinglunni og átti hjúkkan leið fram hjá þeirri verslun. Á vegi hjúkkunnar urður ofboðslega fallegir bronsaðir skór sem meira að segja eru ekki svo dýrir - en þar sem hjúkkan var nú búin að ákveða að fjárfesta í fótboltanum hætti hún við að kaupa skóna. Hún skellti sér í Vodafone og ætlaði að smella sér á einn afruglara. Þá kom í ljós að gaurinn sem hafði gefið henni upplýsingar í símann fór með rangt mál og það myndi kosta gelluna þó nokkuð á mánuði að fá sér sýn. Hjúkkan ákvað að hugsa málið aðeins betur og kvaddi. Á leiðinni í bílinn labbaði hún aftur framhjá fallegu skónum og fór að hugsa um alla þá fallegu skó sem hún gæti keypt sér ef hún sleppti því að fá sér sýn. Og viti menn - Daman í hjúkkunni tók yfirhöndina!!!!!! Hjúkkan tók þá ákvörðun að sleppa sýn og kaupa sér fullt af fallegum skóm í staðinn! Já viti menn það er smá dama til í hjúkkunni eftir allt saman!

Engin ummæli: