10/06/2006

Jamm og jæja!
Þessi helgi er nú ekki sú mest spennandi hjá hjúkkunni. Kvöldin hafa farið í vaktir á slysó og morgnarnir í svefn. Stefnan var nú í morgun að fara í Stangarholtið og horfa á England spila en þar sem hjúkkan var enn undir sæng þegar leikurinn byrjaði þá nennti hún ekki að hendast á fætur og bruna út, því drattaðist hún fram á sófann og lá þar fram að vaktinni. Leikir dagsins voru nú áhugaverðir, englendingar spiluðu eins og fimmti flokkur kvenna og ekki voru Svíarnir neitt að meika það feitt heldur. Þetta verður áhugaverður riðill og hjúkkan heldur að hún verið einmitt í Svíaveldi þegar leikur Svía og Englendinga er á dagskrá - sem verður bara stemning. Það er eitt sem hjúkkan er að velta fyrir sér varðandi HM og útspil Skjás eins með "stelpudeildina". Vita þeir á S1 ekki að leikirnir eru yfir daginn og því eru þeir sem horfa á leikina lausir á kvöldin til að eyða stund fyrir framan sjónvarpið eða að sinna sínum nánustu? Þessir tímar eru bara snilld fyrir hjúkkuna, fótbolti á daginn og kellingaþættir á kvöldin. Í augnarblikinu er hjúkkan einmitt að upplifa mikinn aumingjahroll yfir þættinum um Piparjónkuna. Gaurarnir eru allir svo illa á þörfinni og örvæntingafullir að það hálfa væri meira en nóg. En svona er nú lífið þegar maður ákveður að reyna að finna hinn eina sanna í sjónvarpsþætti. Daginn sem hjúkkan skráir sig til þátttöku í svona þætti þarf einhver að stíga inn í og ræða alvarlega við hjúkkuna!

Engin ummæli: