Breyttir tímar, breyttar spurningar!
Hjúkkan var að velta því fyrir sér hvað tímarnir breytast eftir því sem maður verður eldri. Þetta kemur glögglega í ljós þegar verið er að tala um fólk sem maður kynnist á fullorðinsaldri. Ef maður varð "skotin í" einhverjum á menntaskólaárunum var yfirleitt fyrsta spurningin í hvaða skóla viðkomandi væri. Þegar árin liðu og háskólatíminn tók við breyttist fyrsta spurningin í það hvað viðkomandi gerði, er hann í skóla eða vinnur hann? Þegar háskólaárin eru liðin og farið að glitta í 30 árin breytist spurningin enn. Í þetta sinn "kynnist" maður einhverjum, verður ekki skotin í neinum strax eða hvað þá heldur ástfanginn. Spurningin sem fylgir þessum árum snýst um það hvort viðkomandi sé fráskilinnn, eigi einhvern börn og svo að lokum hvað viðkomandi einstaklingur vinnur við. Já svo kemur það í ljós með árunum hvernig þessi blessaða spurning breytist þegar aldurinn hækkar enn frekar!
26/06/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli