Rigningin, yfirvinnan og svefninn!
Það er alveg einstaklega skemmtilegt að fá að upplifa "blautasta júnímánuð" í 23 ár í Reykjavík. Jú fróðir menn segja að þessi síðastliðini mánuður sé sá blautasti síðan 1983!!! Það er reyndar pínu aldurskrísuvaldandi að vita að fyrir 23 árum síðan var maður ekkert bleyjubarn og besti vinur minn hann Maggi flutti í Garðabæinn, það þótti mér ótrúlega ósanngjarnt. Maggi var "eldri maður" alveg árinu eldri en hjúkkan og leit hún mjög upp til hans, þar fyrir utan að ætla sér að giftast honum!!! En svona er nú lífið, nú 23 árum seinna er Maggi ekki kominn tilbaka og það er enn rigning!
Helgin fór í massa vinnu og enn meiri yfirvinnu og hefur hjúkkan þar af leiðandi sofið mjög mikið frá því um helgina. Svaf meira og minna í allan gærdag og er nett úldin í dag, með kvef og beinverki. Hjúkkan hefur reyndar einn samstarfsmanna sinna grunaðan um að vera pestadreifari en það hafa nokkrir verið að hrinja í flensu í vinnunni undanfarna daga. Því er stefnan að halda sig við sófann í dag og losna við þennan fjanda svo pumpan pirrist ekki eins og síðast.
04/07/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli