Ótrúlegur leikur í gær!
Þetta heimsmeistaramót í knattspyrnu virðist ætla að koma hjúkkunni endalaust á óvart. Öll þau lið sem hún spáði áfram hafa dottið úr keppninni og ef heldur sem horfir verða Frakkar heimsmeistarar og það er eitthvað sem hjúkkan vill ekki hugsa til enda! Það eru ekki margir íþróttarmenn sem hjúkkan einfaldlega þolir ekki en einn af þeim er einmitt Henry. Það er bara eitthvað við þennan gaur sem fer svona líka illa í hjúkkuna að hún getur varla horft á manninn spila knattspyrnu. Hvort það hafi eitthvað að gera með það að maðurinn girðir sokkana sína upp á mið læri eða hvernig hann fagnar mörkum sínum veit hjúkkan ekki!!!
Í gær var hreint út sagt ótrúlegur endir á mögnuðum leik. Hjúkkunni er ekki illa við Ítalana en hélt nú samt með Þjóðverjunum, og viti menn á ótrúlegan hátt unnu Ítalarnir þegar 1 mínúta var í vítaspyrnukeppnina. Það er reyndar mun skemmtilegra að sjá leiki vinnast á mörkum en úr vítaspyrnukeppni og því er hjúkkan nokkuð sátt. Í kvöld er það svo Frakkland vs. Portugal hjá syninum og gerir hjúkkan ráð fyrir góðum leik.
05/07/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli