12/07/2006

Einu skrefi á eftir!
Hjúkkan er skrefinu á eftir í dag þar sem morguninn hófst örlítið síðar en gert var ráð fyrir. Eftir ljúfan nætursvefn vaknaði hjúkkan við vekjaraklukkuna sína og velti því fyrir sér hvað hún væri eiginlega að fara að gera í dag. Í fljótu bragði mundi hún ekki eftir neinu sérstöku sem var á dagskránni og því slökkti hún á klukkunni og snéri sér á hina hliðina. Um einum og hálfum klukkutíma síðar rumskaði hjúkkan og leit á vekjaraklukkuna. Sér til mikils hryllings uppgötvaði hún það að jú hún átti að vera að gera eitthvað - hún átti nefnilega að vera farin í VINNUNA!!!! Hún stökk því á fætur og hringdi í vinnunna og tilkynnti um þetta óheppilega atvik. Hún sló persónulegt tímamet í morgunverkum og dreif sig sem leið lá á slysadeildina. Úff hvað það er óþæginlegt að vera svona skrefinu á eftir!!
Að öðru leyti er hjúkkan mjög ánægð með sína menn á HM - Áfram Ítalía!!! En það er nú farið að draga ský fyrir sólu hjá vesturbæjarliðinu góða, þetta er eiginlega bara hætt að vera fyndið! Helgin framundan fer í smá vinnu og ferðalag og svo er bara vonandi að þessi blessaða sól fari að láta sjá sig.

Engin ummæli: