26/07/2006

Af hinu og þessu!
Það hefur svo sem ekki gengið á miklu hjá hjúkkunni þessa síðustu viku en samt hefur henni tekist að áorka alveg heilmiklu. Hún fór í brúðkaupsgrill hjá hjónunum þeim Kollu og Hauki s.l. föstudag og dreif sig svo á næturvaktina. Helgin fór sem sagt í næturvaktir og því komst hjúkkan ekki í afmælið hjá Sunnu á laugardaginn. Sunnudagurinn fór sömuleið og hinir dagarnir sem sagt í svefn fram að vakt og að lokum var törnin búin á mánudagsmorgni. Það er alltaf ótrúlega góð tilfinning að stimpla sig út eftir síðustu vaktina í næturvaktatörn um helgi. Og það var einnig mjög sérstök tilfinning í þetta skiptið þar sem þetta var síðasta næturvaktartörnin í einhvern tíma sem hjúkkan skilar á slysadeildinni. Nú eru einungis 2 vaktir eftir og svo nokkurra daga frí áður en utanlandsferðirnar byrja allar. Já hjúkkan verður á ferð og flugi mestan hluta af ágúst og september og þeir sem vilja hitta hana verða bara að hafa sig frammi.
Í dag sá hjúkkan enn eina ferðina hversu grimm þessi örlög geta verið og hversu ósanngjarnir hlutir geta gerst ítrekað. Verið því góð við hvort annað og sinnið þeim sem ykkur þykir vænt um vel.

Engin ummæli: