Allt gert fyrir freknurnar!
Hjúkkan kom sjálfri sér á óvart í dag, þar sem hún reyndi að öllum mætti að fá nokkrar freknur til viðbótar þeim þúsundum sem þegar eru til staðar. Eftir morgunvaktina lá leiðin beint heim í Dofrann og út á svalir þar sem aldeilis átti að nýta sólina. Í fyrstu sat hjúkkan á stól á svölunum nokkuð léttklædd og sá að það var ekki alveg að ganga upp vegna vinds. Hún brá á það ráð að sækja sér teppi og lagði það yfir þá líkamshluta sem voru í skugganum og vindinum. Þetta gekk ágætlega í stutta stund og ákvað hjúkkan meira að segja að verða fáklæddari að ofan en tilefni gaf til. Mjög fljótlega áttaði hjúkkan sig á því að það eina sem hún myndi græða á þessu væri kvef en ekki freknur og hvað þá heldur sólbrúnka! Því brá hjúkkan á það ráð að setja hægindastólinn við svaladyrnar og nýta þannig sólargeislana sem bárust inn um hurðaropið. Jú þetta gekk ágætlega til að byrja með en svo sá hjúkkan að hún yrði bara að sætta sig við það að vera föl og freknótt!!! Það er alla vega betra en að leggjast í lungnabólgu á miðju sumri! Það er líka flott að vera fölur og freknóttur :)
06/07/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli