Hin ýmsu móment hjúkkunnar!
Hjúkkan hefur gert nokkrar tilraunir til þess að lýsa klaufaskapnum sem fylgdi kaupum hennar á gasgrillinu, atviki sem átti sér stað á bensínstöð í kjölfarið og loks hvernig gekk að koma grillinu saman, en bloggerinn virðist meta söguna þannig að hún sé ekki birtingahæf.
Alla vega gekk á ýmsu við grillkaupin, hjúkkan missti 30 kílóa kassa í gólfið í miðri verslun á föstudegi, festi hælinn í mottu á bensínstöð svo að hún þurfti að fara úr skónum til að bjarga málunum og datt loks utan í hurðina á leiðinni út.
Já það er sjaldan lognmolla í kringum hjúkkuna og hefur vikan ekkert verin undanþegin því. Að lokum virðast nú hlutirnir vera á réttri leið. Nýja vinnan byrjaði fyrr en hjúkkan átti von á, og var hjúkkan komin í gírinn s.l. fimmtudag. Dagurinn fór í að læra þúsund hluti og reyna að muna alla vega svona 5 þeirra. Þetta gekk ágætlega og var dagur 2 í vinnunni enn betur og nú er verið að undirbúa ferðina sem hefst á sunnudag. Þá liggur leiðin til Köben og svo til Vilnius og að lokum kemur hjúkkan heim í helgarfrí. Eftir þá helgi liggur leiðin aftur út til Köben í nokkra daga og bara spennandi tímar framundan.
Nú ætlar hjúkkan að njóta þess að vera í bænum eitt árið enn nema maður skelli sér í stutta dagsferð eitthvað í nágrenni Reykjavíkur. Njótið helgarinnar og farið varlega í umferðinni.
02/08/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli