12/08/2006

Á ferð og flugi!
Hjúkkan er búin að vera á ferð og flugi undanfarna viku í tengslum við nýju vinnuna. Leiðin lá til Köben á sunnudaginn þar sem fundur með danska hópnum var haldinn á mánudaginn. Danskan var nú ekki lengi að koma hjá stelpunni sem var orðin ótrúlega samtalsfær strax á fyrsta degi. Eftir þann fund var grillveisla sem átti nú eftir að draga dilk á eftir sér þar sem 30 danir þjáðust af Vilnius Express dagana sem við vorum í Litháen. Eftir mikla rannsóknarstarfsemi og hinar ýmsu samsærikenningar var niðurstaðan sú að pylsur sem voru í matinn í grillveislunni væru orsök express pestarinnar. Hjúkkan slapp fyrir horn og náði að sitja fundina með reglulegum ferðum til GustavBergs.
Vilnius vann sig í áliti hvern einasta dag sem leið þarna úti enda mjög falleg - þegar maður er búinn að finna þann hluta borgarinnar þ.e. Þó nokkuð var af konum í stuttum kjólum og háum hælum sem eru í annars lags sölumennsku en hjúkkan. Litháenskan var einnig orðin nokkuð góð hjá hjúkkunni og var hún búin að sjá að Naktinis Klubas væri nektarklúbbur og hins vegar Stripinis Klubas væru strippbúllur. En spurningin sem brann á vörum hjúkkunar var hvort einhver munur væri á Naktinis eða Striptinis klúbbum. Hún vann ekki frekari rannsóknarvinnu og hefur því ekki hugmynd um muninn á þessum klúbbum.
Leiðin lá heim í gær í gegnum Köben þar sem nokkrar klukkustundir fóru í bið eftir innritun annars vegar og öryggistékki hins vegar, en án nokkurra vandkvæða komst hjúkkan heil í vélina og svaf í eigin rúmi í nótt.
Dagurinn hefur farið í að taka upp úr töskunum til að setja aftur í þær á morgun þar sem leiðin liggur til Köben á mánudaginn. Annars verður sófinn besti vinur hjúkkunnar þessa tvo daga og grillið verður nú sennilega notað í kvöld.

Engin ummæli: