Heppilegt!
Á fréttavef morgunblaðsins í morgun var sú frétta að Árna Johnsen hafði verið veitt uppreisn æru og getur hann þar með farið aftur í framboð til Alþingis. Svo heppilega vildi til að tveir af þremur handhöfum forsetavaldsins sem fara með umboðið í þessu máli eru Sjálfstæðismenn (Geir og Sólveig) en hjúkkan er ekki viss um stöðu hins þriðja. Þetta er auðvitað mjög heppilegt bæði fyrir Árna og Björn Bjarnason sem fór fram á þetta fyrir hönd dóms og kirkjumálaráðuneytisins. Já þarna var hann Árni nokkuð heppinn. Ef handfara forsetavaldsins hefðu nú verið aðrir eða Árni í öðrum flokki - hefði þetta farið öðruvísi?? Nei maður bara undrar sig stundum á því hvernig hlutirnir virka í þessu annars ágæta landi þar sem gott er að þekkja góða menn...
30/08/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli