Full sjálfsálits!
Þessa dagana er hjúkkan á Dale Carnegie námskeiði á vegum vinnunnar.  Hún fór á námskeiðið með fyrirfram myndaðar skoðanir um þetta allt saman og var eiginlega ekki að sjá hvað hún hefði að gera á svona samkomur.  En viti menn - þetta er nú bara hin mesta skemmtun og heilmikið krefjandi.  Síðasti dagurinn er á morgun enda er námskeiðið keyrt stíft á 3 dögum í stað 12 vika! 
Annars hefur nóg verið að gera hjá stelpunni, hún kom heim frá Barcelona s.l. miðvikudagkvöld og var á flakkinu á fimmtudaginn, svo byrjaði námskeiðið á föstudaginn.  Barcelona var æðisleg, sá litli hluti sem hjúkkan náði að sjá.  Veðrið var dásamlegt og maturinn ógleymanlegur.  Leiðindin í ferðinni urðu á leiðinni út sem lá í gegnum Heathrow.  Mér finnst mjög gott að icelandair er ekki lengur með leiðindi varðandi handfarangur manns en þeir mega nú alveg benda manni á þau leiðindi sem enn eru í London ef maður heldur áfram þaðan.  Sem sagt voru töskurnar tékkaðar alla leið til Barcelona og átti hjúkkan bara að fá boarding card í London og halda ferð sinni áfram.  En NEEIII einhver flugvallastarfsmaður á valdatrippi ætlaði að hirða allar snyrtivörur af hjúkkunni.  Ekki bara maskarann, varalitina og krem eins og auglýst var - heldur líka púðrið, augnskuggana og eyelinerinn.  Hjúkkunni tókst með mikilli snilld að fara í annað öryggischeck og komst óáreitt í gegnum það hlið með allar snyrtivörurnar sínar.  Þetta segir auðvitað meira en nokkur orð um hæfni og árangur þessa annars ágætu öryggishliða á Heathrow.  Svo þegar um borð var komið (með BA) fékk hjúkkan "afternoon tea" á glerdisk og stálhnífapör.  Þetta er auðvitað fáranlega falskt öryggi þessi öryggishlið á þessum annars frekar súra flugvelli!!!
09/09/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli