15/09/2006

Retail therapy!
Hvað gerir ung kona á uppleið þegar hún hefur komist í gegnum mjög svo krefjandi aðstæður?? Jú hún beitir einhverri þeirri bestu meðferð sem einstaklingur á skilið eftir erfiða atburði. Retail therapy er ótrúlega góð leið til þess að verðlauna sig þegar manni finnst maður hafa staðið sig vel og komist yfir ákveðna hjalla.
Eftir mjög erfiða síðustu daga, samfellda vinnutörn í 3 vikur og þar á meðal eitt Dale námskeið lá leið hjúkkunnar í Smáralindina eftir vinnu. Hún var búin að gera sér í hugarlund hvernig verðlaunin áttu að líta út og nú var bara að vona að þau væru til. Yfirleitt er það þannig þegar maður fer í verslanir með það eitt að leiðarljósi að kaupa eitthvað, finnur maður ekki neitt. Hjartað fór að slá örar eftir því sem hjúkkan nálgaðist skóbúðina og hún hugsaði með sér að hún ætti þetta svo sannarlega skilið. Jú viti menn um leið og hjúkkan gekk inn í skóbúðina blöstu við henni hvert annað skóparið sem var eins og klippt úr huga hennar. Það tók hjúkkuna ekki langan tíma að máta fyrsta parið og ákveða örlög þess. Af þekktri ákveðni gekk hjúkkan rösklega til verks og mátaði þau skópör sem höfðu kallað svona fallega til hennar. Jú eftir um 10 mínútur í búðinni gekk hjúkkan glöð í bragði út með stóran poka og skælbrosandi afgreiðslustúlku fyrir aftan sig. Afgreiðslustúlka hafði orð á því hversu rösklega hjúkkan tók ákvarðanir inni í versluninni og örlaði á öfund af hennar hálfu. En eins og Jóa hjúkkusystir veit, þá verslar hjúkkan best undir pressu. Nú er hjúkkan glöð og ánægð með nokkur pör af auðvitað mjög nauðsynlegum nýjum skóm.

Engin ummæli: