23/09/2006

Rokkandi ofurhjúkka!
Í gær var haustskemmtun í nýju vinnunni og hjúkkan lét plata sig í smá skemmtiatriði eins og vera ber á svona kvöldi. Ofurhljómsveitin SúperVistor var að leita að nýjum talentum og því var hörð keppni háð innan fyrirtækisins um heiðurinn. Rokkband hjúkkunnar komst þó ekki áfram í undanúrslit og töldu meðlimir bandsins að um kosningasvindl væri að ræða, enda var þarna ofur rokkara hópur að blómstra. Í kvöld var svo þrítugsafmælið hjá Braga sem var ótrúlega flottur í Bósa ljósár búning í kvikmynda þema afmælinu.
Annars hefur hjúkkan verið nokkuð róleg í verlsunartíðinni eftir ofurferðina í síðustu viku enda skartar hún fjölda fallegra skópara í augnarblikinu. Á morgun er það svo Köben í nokkra daga og lítill tími til verslunar og hittings við vini og kunningja í danaveldi vegna stífrar dagskrár. Að öðru leyti er hjúkkan í góðum gír og bara nokkuð ánægð með lífið og tilveruna enda engin ástæða til annars.

Engin ummæli: