27/08/2006

Almenn afslöppun!
Helgin hefur farið í almenna afslöppun hjá stelpunni með tilheyrandi hangsi. Hún gerði sér þó glaðan dag með ofurparinu Júlla og Hrönn og dansaði af sér aukakílóin á laugardagskvöldið. Nýja vinnan er farin að taka á sig mynd og þetta er mjög spennandi og skemmtilegt. Það er ótrúleg tilfinning að klára vinnudaginn og þurfa ekki að leggja sig í 2 klst. til þess eins að hafa orku í að hafa til kvöldmatinn. Hugurinn leitar samt oft á slysadeildina og verður gaman að kíkja á vaktirnar þar í september, en hjúkkan verður áfram í oggulítilli prósentu þar með hinni vinnunni. Maður getur nú ekki alveg slitið sig lausan frá hasarnum....
Lífið er að öðru leyti mjög ljúft þessa dagana enda er um að gera að vera bara með sól í hjarta þegar veðrið er alltaf svona leiðinlegt.

Engin ummæli: