Víruð hjúkka!
Hjúkkan er orðin víruð og verður þannig næsta sólarhringinn þar sem hún er tengd við hjartalínuritstæki í einn dag. Annars hefur ýmislegt drifið á daga gellunnar þessa síðustu daga og hefur hún upplifað ýmislegt í fyrsta sinn. Hún lenti meðal annars í því á föstudaginn að Ravkrúttið varð bensínlaus!!! Jú einmitt klukkan 17 í föstudagsumferðinni á miðri Háaleitisbraut ákvað jepplingskrúttið að fara í setuverkfall. Hjúkkan grátbað dúlluna um að skríða nokkra metra tilviðbótar svo hún kæmist inn á bensínstöðina sem var nú skammt frá. Allt kom fyrir ekki og bíllinn var hættur - nú voru góð ráð dýr og átti hjúkkan engan annan kost en að rölta á bensínstöðina og kaupa bensín á brúsa. Bíldælingur á bensínstöðinni fann sig knúinn til að tjá hjúkkunni það að það væri alltaf gott að eiga svona brúsa í skottinu svo maður lendi ekki í svona aðstæðum. Hjúkkan brosti góðlátlega til bíldælingsins en hugsaði nokkrar ljótar hugsanir og hvarf á brott enda kominn tími til að druslast í vinnuna.
Laugardagurinn var ágætur enda júróvision dagurinn runninn upp. Hjúkkan tók morgunvaktina á slysó og dreif sig svo í júróvision partý um kvöldið hjá Ingu og Friðbirni sem tókst í alla staði mjög vel. Hjúkkan var sú eina sem þorði að spá rétt fyrir úrslitunum vann hún því pottinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Afgangurinn af helginni var nokkuð nettur, tennis á sunnudaginn og kvöldvakt í kjölfarið og svo bara nettur sófi.
Að örðu leyti fer nú að hitna í kolunum í vinnunni vegna einkennilegra ákvarðanna sem yfirstjórn spítalans hefur tekið í málinu með dönsku hjúkrunarfræðingana. Nú reynir á að hjúkrunarfræðingar standi saman og láti ekki valta yfir sig með þessari framkomu.
22/05/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli