29/04/2006

Ein nótt búin og tvær eftir!
Já það ríkir gífurleg gleði í hjúkkulandi núna þar sem hún er á næturvaktar helgi þessa helgina. Ein nott er búin og þá eru bara tvær eftir og farið að sjá fyrir endan á þessu. Hjúkkan var reyndar að uppgötva sér til minni hamingju að þetta eru þrjú "djammkvöld" þessa helgina þar sem allir eru í fríi á mánudaginn. En eftir góðan svefn ákvað hjúkkan að örvænta ekki frekar yfir þessu öllu saman. Hjúkkan skreið á fætur um kaffileytið og náði alla leið fram í sófa þar sem hún blundaði yfir handboltaleikjum dagsins. Það fór reyndar illa fyrir hverfisliðinu sem er fallið úr úrvalsdeildinni en svona er bara lífið í íþróttunum.
Nokkrar nýjar tillögur hafa komin í keppninni um nafnið á bílinn þ.á.m. Ramón - sem að mati hjúkkunnar ætti frekar að vera nafn á viðhaldinu og einnig kom uppástungan Ravanelli - sem er auðvitað ítalskur silfurrefur sem spilaði knattspyrnu. Eftir að hafa lagt málið fyrir ráðgjafahóp er nú Ravanelli framan en Ramón en atkvæðagreiðslu er ekki lokið og því enn hægt að hafa áhrif á kosninguna.
Þá er það að henda sér í sófann og hvíla lúin bein fyrir nóttina, farið varlega á djamminu og í íþróttunum um helgina.

Engin ummæli: