18/04/2006

Síðasta nóttin!
Nóttin í nótt verður síðasta nóttin sem Skóda snótin dvelur í Dofranum. Eftir nokkuð þéttan dag sem byrjaði á kennslu í skyndihjálp kl. 08:30 í morgun, lá leiðin í Heklu þar sem Skóda lúsin var metin til verðs og gengið frá samningum um Ravinn. Svo lá leiðin í á massíva vakt sem ætlaði engan endi að taka. Kvöldmaturinn á vaktinni bar augljós merki um gæði vaktarinnar, en hjúkkan gæddi sér á sveittum Júmbóborgara með grænmeti. Eftir vaktina verkjaði hjúkkuna í allan skrokkinn og dreif sig sem leið heim enda morgunvaktin í fyrramálið. Persónulegir munir voru fjarlægðir úr bílnum og honum boðin góða nótt. Á morgun sem svo nýr dagur með nýjum bíl, ekkert nema tómri hamingju og kannski smá kaffibolla.

Engin ummæli: