Send heim á sófann!
Hjúkkan er búin að vera með einhverja leiðindarpest undanfarnar vikur með hósta og hori eins og þeir sem hana hafa hitt þekkja. Hún var alltaf að bíða eftir að hún myndi hrista þetta af sér og hætta þessum aumingjaskap. Hóstinn er nú batnandi og allt var á réttri leið þangað til að hjúkkan fór í vinnuna í gær. Þá var eins og hjartað í henni hoppaði upp í háls í öðru hvoru slagi og var þetta nett óþæginlegt. Hún bað því aðra hjúkku um smella af sér einu línuriti sem endaði á því að hjúkkan var send á bráðamóttökuna við Hringbraut í frekari athuganir. Maður á sem sagt aldrei að láta skoða eitthvað sem er að trufla mann, því það endar alltaf á einhvern fáránlegan hátt. Hjartalæknanir á Hringbrautinni skoðuðu hjúkkuna hátt og lágt og ómuðu hjarta snúlluna sem leit bara vel út. Eitthvað hefur þessi pest samt náð að pirra hjartað og því er það í þessu óreglukasti sínu. Hjúkkan fékk að fara heim með því skilyrði að hún færi ekki í vinnuna og myndi nú hvíla sig, ekki stunda nein erfiði og ekki fara í vinnuna í dag. Hún er sem sagt heima og gerir lítið annað en að hvíla sig og fá sér blund, enda um leið og hún fer að rembast eitthvað fer hjartað í fílu. Helgin fer sem sagt í sófann og slökun og lítið annað að gera en að hlusta á ráðleggingarnar frá læknunum.
21/04/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli