12/04/2006

Nýjir tímar og nýr bíll!
Í gær var hjúkkan á heimleið eftir nettan pintingatíma hjá Stefáni sjúkraþjálfara þegar hún ákvað í skyndi að renna einn hring á planið hjá Toyota. Þar sá hún nokkra rennilega bíla sem henni leyst nú nokkuð vel á og varð fljótlega skotin í einni týpu s.s. Toyota Rav4. Það eina sem hjúkkan er þekkt fyrir að gera á stuttum tíma er að kaupa sér bíl sbr. þegar hún keypti Fabíó og var hún næstum því búin að fjárfesta í öðrum bíl í gær, en ákvað að fá álit nokkurra vel valinna fyrst. Hún renndi heim og fékk skemmtilega upphringingu og breyttust plön hjúkkunar nokkuð í kjölfarið. Kvöldið var mjög notarlegt með góðum mat og enn betri félagsskap. Í dag var hjúkkan en sem fyrr á ferðalagi um stórborgina er hún ákvað að kíkja í Heklu og þar hitti hún hann!!! Toyota Rav4 sem að öllum líkindum verður hennar n.k. þriðjudag þegar þeir verða búnir að söluskoða Fabíó. Fabíó var sendur í alþrif og lítur út sem nýr og á hjúkkan reyndar svolítið erfitt með að kveðja hann endanlega en við höfum nokkra daga til stefnu. Reyndar var draumurinn að fá Ravinn strax og jafnvel skella sér norður í land um helgina, en góðir hlutir gerast hægt og ferðin bíður betri tíma. Myndin hér að ofan er sem sagt af nýju ástinni í lífi hjúkkunnar, sjálfskiptur með hita í sætunum og hjúkkan hin ánægðasta. Hún er eiginlega svo ánægð að hana langar bara að faðma fólk og brosa mikið! Posted by Picasa

Engin ummæli: