Skin og skúrir helgarinnar!
Þá er enn ein helgin liðin og komin apríl, alveg magnað hvað tíminn líður hratt. Fyrir ári síðan var hjúkkan í gönguferð í Heiðmörkinni og velti því fyrir sér hvernig lífið yrði eftir ár - og það er eiginlega allt öðruvísi en það leit út fyrir að verða. Margt hefur breyst, hjúkkan hefur kynnst aragrúu af skemmtilegu fólki og gert hluti sem hún átti aldeilis aldrei von á því að gera nokkurn tímann.
Þar sem hjúkkan var komin í helgarfrí var föstudeginum eytt í afslöppun og kaup á nýjum heimasíma þar sem síminn hennar Ingu gaf upp öndina - held að hann hafi saknað ísskápsins svo mikið að hann ákvað að fara sömu leið. Erfiðar fréttir bárust rétt um ellefuleytið og lá leiðin niður á Landarkot til að kveðja einhverja þá merkustu konu sem hjúkkan hefur hlotist heiður að þekkja. Eftir langa nótt var sofið út á laugardaginn og stefnan tekin í Háholtið þar sem heiðursparið Júlli og Hrönn buðu til veislu. Þar var fámennt en góðmennt og átti svo aldeilis eftir ð rætast úr kvöldinu. Í dag var svo auðvitað tennistími sem varð helmingi lengri en vanalega enda ótrúlega gaman á æfingunni í dag. Eftir æfinguna var hjúkkan ekki búin að hreyfa sig nóg, heldur skellti sér í göngutúr með Siggu. Kvöldið fór svo í kjöt í karrý hjá gömlu í Brekkuselinu og loks heitt stefnumót við sófann. Helgi einkenndist þar að auki að óvæntum símtölum, sms sendingum án mórals og heilmikilli þreytu á sunnudagskvöldið.
02/04/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli