15/04/2006

Fífl á fjöllum!
Hjúkkan fékk enn eina staðfestinguna um helgina að karlmenn geta ekki viðurkennt þegar þeir lenda í vandræðum og þurfa á hjálp að halda. Hjúkkan er að vísa til viðtalsins við þá tvo menn sem fóru upp á jökul á föstudag á BMW jeppanum sínum með snjósleðana sína en engin staðsetningartæki né annan búnað. Þeir voru nú nokkuð ánægðir með sjálfa sig í sjónvarpsviðtölunum eftir björgunina og fannst þetta nú ekki tiltökumál að 300 manns hafi leitað af þeim alla nóttina. Ekki vildu þeir heldur meina að þeir hefðu verið týndir!! En ef maður er uppi á jöklli, hættur við að keyra sleðann því annars gæti hann skemmst, byrjar að labba í áttina að bílnum og þarft að labba alla nóttina án þess að finna bílinn og enda svo í faðminum á björgunarsveitamönnum sem voru að leita að þér - ertu þá ekki nokkurn vegin týndur????? Í þessu tilfelli voru 2 þyrlur notaðar líka og auðvitað fjöldinn allur af bílnum og búnaði og hver borgar fyrir þetta allt saman?

Engin ummæli: