10/04/2006

Hljóp á snærið hjá hjúkkunni!
Hjúkkan er nú búin að lenda í ýmsu þessa síðustu daga og má segja að hún læri seint af mistökum sínum! Fyrst snýr málið að Fabío sem er auðvitað flottast Skodinn á bílaplaninu við slysadeildina. Hjúkkan leggur alltaf á malarplanið sem er við hliðina á sjúkrabílainnkeyrslunni og hefur bílnum almennt verið lagt þar. Það hefur komið fyrir að litli rjómaþeytarinn (TF-SIF) hefur komið inn og þá hvirflast upp skíturinn og moldin af malarbílaplaninu og hver verður fyrir barðinu á því nema Fabíó! Þetta gerðist sem sagt um helgina og ekki bara einu sinni eða tvisvar sinnum - heldur fjórum sinnum. Hjúkkan gat nú sjálfri sér um kennt þegar þeytarinn kom fyrst inn og hefði þar með átt að leggja bílnum sínum á annan stað næstu tvo daga, but NNNOOO hverjar eru líkurnar á því að þeytarinn komi 4 sinnum á slysadeildina á þremur dögum! En Fabíó er sem sagt drulluskítugur núna eftir rjóma þeytarann og hjúkkan lofaði honum að fara að leggja annars staðar. Að öðru leyti einkenndist helgin af vinnu, bakverkjum og óhugnanlegri konu sem staðfastlega var að reyna við einn vinnufélagann og það á ekki mjög penin hátt.
Dagurinn í dag byrjaði mjög vel þar sem hjúkkan var rifin út í kaffi fyrir allar aldir vegna seinkunnar á flugi. Því næst lá leið hennar í BYKO í heimabænum þar sem hún hugðist kaupa sér borvél og alls konar dót fyrir heimilisstörfin. Í BYKO varð smiðurinn á vegi hennar og gaf henni góð ráð um hvað hún ætti frekar að kaupa (held að karlmenn höndli ekki konur inni í byggivöruverslunum). En út gekk hjúkkan loks með þetta líka fína verkfærasett (110 stykki í tösku), örbylgjuofn og eina ryksugu! Hún ákvað að fara að ráðleggingum smiðsins og sleppa borvélinni þar sem hjúkkuni skilst að vélin höndlaði ekki að bora í stein (hvað svo sem það þýðir!). Einn nettur stjórnarfundur var tekin í félaginu og loks er það kóræfing í kvöld. En að öllu leyti hinn prýðilegasti dagur sem sagt!

Engin ummæli: