25/04/2006

Komin í réttan takt!
Hjúkkan er öll að skríða saman eftir hundleiðinleg veikindi og ætlar sér að hjúkra eins og vindurinn frá og með föstudeginum. Þar sem hjúkkan er nettur vinnualki hefur það reynst henni mjög erfitt að horfast í augu við það að vera ekki eins ómissandi og vinnualkinn almennt heldur um sjálfan sig. En það er vinnualkanum mjög hollt að horfast í augu við það að auðvitað gengur lífið sinn vana gang þó mann vanti.
Eitt af því sem hjúkkan er búin að vera að velta fyrir sér er af hverju í ósköpunum byrjaði ekki að snjóa fyrr en eftit "sumardaginn fyrsta" á höfuðborgarsvæðinu??? Maður er búinn að taka fram sumarjakka og tilbúin að fá nokkrar freknur í andlitið, en nei!!!! maður vaknar og það er snjór yfir öllu og eins gott að vera kominn á jeppling :) Enn er verið að vinna í því að finna nafn á krúttið og eru komnar nokkrar uppástungur þ.á.m. Rabbi eða Toja en ef þú lesandi góður hefur einhverja skoðun á málinu endilega skildu eftir komment.

Engin ummæli: