13/11/2006

Flugvesen ársins!
Þegar þetta er skrifað liggur hjúkkan á hótelherberginu sínu í Chicago þar sem hún er nú vegna ráðstefnu. Það hefur nú gengið á ýmsu undanfarna vikuna og hjúkkan orðin lífsreynd vond-veðurs-flugs-seinkunar vön og kippir sér nú ekki upp við hvað sem er. Ævintýrið byrjaði þegar hjúkkan var að rembast við að komast til Zurich í byrjun síðustu viku. Eins og margir muna geisaði einhver sá versti stormur síðari ára einmitt nóttina fyrir brottför og allt flug fór í tóma vitleysu. Eftir nokkra veltinga um hvort yrði af fluginu komst hjúkkan klakklaust til Köben þó nokkrum klukkustundum á eftir áætlun. Af einhverju orsökum flaug hún út með Express og þurfti því að sækja töskurnar sínar og tékka sig aftur inn fyrir næsta flug til Zurich en vegna seinkunarinnar hafði hjúkkan rétt rúman hálftíma til að redda sér í gegnum Kastrup á hádegi á mánudegi!!! Nokkrum nettum hraðsláttartöktum síðar gekk þetta allt upp og á undarverðan hátt komst hjúkkan með vélinni sinni til Zurich. Vikan leið hratt og áður en fyrr varði var hún á heimleið. Viti menn haldið þið að það hafi ekki komið önnur eins lægð að landinu daginn fyrir heimferðina og að þessu sinni var öllu flugi frestað vegna veðursins!!! Þetta leit ekki vel út því hjúkkan átti að komast heim á föstudagskvöldi til að komast út daginn eftir..... Enn og aftur gekk þetta upp á undarverðan hátt með ólympískum tíma í spretti í gegnum Kastrup nú um eftirmiðdag á föstudegi og út í Icelandair vélina. Hjúkkan svaf því róleg og ánægð í Dofranum eina nótt. Daginn eftir lá leiðin til Chicago á ráðstefnu og allt leit vel út. Vélin á áætlun, veðrið í lagi og allir vinir.... en svo kom að því!!! Þegar komið var út í vél var nú smá seinkun á fluginu (bara 30 mín) vélin fór á brautarenda og keyrði á fullt fyrir flugtakið.. en á síðustu stundu var hætt við flugtakið og allt bremsað í botn. Hjúkkan blótaði í hljóði og hugsaði með sér að nú væri hún endanlega hætt að fljúga. Í þetta skiptið bilaði vélin rétt fyrir flugtak og þurfti að skipta um vél í Keflavík til að koma liðinu út!!!!! Jább 3 flug af 3 mögulegum orðin að rugli!!! Á endanum var komið með aðra flugvél og allt gefið í botn til Minneapolis. Þar var enn einn ólympískur tíminn sleginn í flugvalla hlaupi og nýtt Íslandsmet sett í hlaupi á göngubandi. Enn sem fyrr gekk nú upp að ná í tengiflugið en hjúkkunni alveg hætt að vera skemmt með þessu rugli! Hjúkkan á að koma heim á fimmtudagsmorgun, margir hennar nánustu ætla aldrei að fara upp í flugvél með henni og hún er eiginlega komin með nóg af Keflavík airport í bili. Það skal þó engan undra ef gerir snarvitlaust veður á miðvikudagskvöldið og öllu flugi á fimmtudaginn verði aflýst!

Engin ummæli: